Skip to content
February 1, 2010 / conceptbin

Hagræn áhrif kvikmyndagerðar

Hvernig er hægt að meta það hvernig framlög til kvikmyndagerðar frá ríkinu skila sér aftur til skattborgaranna?

Ein leið til að fá grófa hugmynd um það er að bera saman bein opinber framlög (þ.m.t. skattaafslátt til kvikmyndaframleiðslu) og tekjur ríkisins af innlendri kvikmyndagerð.

Í Bretlandi benda nýlegar skýrslur til þess að heildarframlög frá opinberum aðilum (þar af ca. helmingur í formi skattaívilnana) árið 2006/7 voru £277 mil. Árið 2007/8 voru þessi framlög £284 milljónir (£105 mil. í formi skattaafsláttar), samkvæmt UK Film Council Statistical Yearbook 2008 (s. 130) og 2009. (Sjá úrklippur mínar úr UK Film Council Statistics 2009)

Á móti skilaði kvikmyndaiðnaðurinn £436 mil. í beinar skattgreiðslur skattaárið 2006, á móti £277 mil. í styrki og skattafslátt (sem voru ca. 52% af heildarframlögum), skv. sömu heimild. Það gera £159 mil. í beinan “gróða” fyrir breska skattborgara.

Þar með er ekki öll sagan sögð, því það er matsatriði hvernig tekjurnar sjálfar eru mældar, vegna þess að kvikmyndaframleiðsla hefur umtalsverð margföldunaráhrif umfram þann virðisauka sem myndast við sjálfa framleiðsluna.

Margföldunaráhrifin eru m.a. þau að kvikmyndir laða erlenda ferðamenn til landsins (oft í mörg ár – í London má enn sjá túrista með myndavélar við “útidyrnar” hjá Bridget Jones á Borough Market), kynna breskar útflutningsvörur, og ýta undir sölu á tengdum varningi (tónlist, DVD, tölvuleikjum, fatnaði, o.s.frv.). Þessi áhrif eru miklu víðtækari en bara afleidd störf af kvikmyndaframleiðslunni sjálfri, samkvæmt skýrslu sem Oxford Economics vann fyrir UK Film Council árið 2007. Í þessari skýrslu eru margföldunaráhrifin á árinu 2006 metin á ca. £4,3 milljarða (og skatttekjur metnar á £1,1 ma.).

Þegar þessar tölur úr breska kvikmyndageiranum eru metnar, er hægt að reikna það sem svo að skattgreiðendur hafi fengið 157% til baka af opinberum framlögum það árið þegar bara er litið á beinar skatttekjur. Það er samt mjög klunnaleg aðferð, því það er ljóst að kvikmyndagerð skapar atvinnu í öðrum listgreinum (t.d. tónlist), fjölda afleiddra starfa í þjónustu og framleiðslu (t.d. eru kokkar og smiðir ómissandi á tökustöðum), og er mikilvæg kynning fyrir ferðamannaþjónustu. Að þessu gefnu má halda því fram að réttara sé að framlögin hafi skilað 397% til baka ef margföldunaráhrifin eru lögð saman við beinar skatttekjur, auk ferðamennsku, landkynningu og sölu á tengdum varningi (UK Film Council Statistical Yearbook 2009, s. 167).

Í þessu breska dæmi fjórfaldast opinber framlög í formi skatttekna á einu ári. Það er að sjálfsögðu ekkert sjálfvirkt náttúrulögmál hér á ferðinni, og þetta dæmi er ekki hægt að yfirfæra hrátt á íslenska kvikmyndagerð, en það sýnir samt skýrt hversu víða styrkir til kvikmyndagerðar dreifast um hagkerfið, og hversu mikill virðisauki skapast á óbeinan hátt við framleiðsluna og eftir að kvikmyndir fara í dreifingu.

Advertisements

One Comment

Leave a Comment
  1. laughs / Jan 25 2018 4:00 am

    Hi, I’m Jerome. Ӏ spend too much time surfing tһe web, looking f᧐r іnteresting
    articles ‘n’ stuff. Ηere’s oone І hopoe you like.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: